ÁHERSLUR
ÖRYGGISMENNING

STAÐAN Í DAG

Það sem vel gengur

 • Vitund og viðhorf um öryggi sjúklinga fer vaxandi
 • Verkfærum og ferlum sem styðja við öryggi fer fjölgandi s.s. stöðufundum, rótargreiningum og umbótaverkefnum
 • Handhreinsunarátak hefur skilað árangri
 • Úrvinnsla atvika leiðir oftar til umbóta

Hvað getum við gert betur?

 • Álag á starfsfólk og ónóg mönnun ógnar öryggi
 • Lélegt húsnæði og þrengsli ógna öryggi
 • Efla þarf frekar eftirfylgni með atvikum og öryggisverklagi
 • Bæta aðgengi að verklagsreglum og fræðslu um nýtingu þeirra
 • Meiri þekkingu, fræðslu og upplýsingagjöf vantar um öryggismál sjúklinga
 • Samskiptabrestir eru oft orsök alvarlegra atvika
 • Lagaleg staða starfsmanna við alvarleg atvik ógnar öryggismenningu

FRAMTÍÐARSÝN

 • Öryggi er efst í huga starfsmanna og sjúklinga
 • Alvarleg atvik heyra sögunni til
 • Samskipti einkennast af fagmennsku og umhyggju
 • Mönnun er næg og hæfir verkefnum
 • Húsnæði styður við öryggi
 • Rafræn kerfi styðja við öryggismenningu
 • Lagaleg staða starfsmanna styður við öryggismenningu

ÁHERSLUR NÆSTU ÁRA

 • Þjálfun starfsmanna í öryggisfræðum og samskiptum
 • Koma í veg fyrir alvarleg atvik
 • Draga úr lyfjaatvikum, spítalasýkingum, byltum og þrýstingssárum
 • Markvissari úrvinnsla atvika
 • Mælingar á öryggismenningu þróaðar og innleiddar
 • Þróun árangursvísa til að bæta öryggi

ÁRANGURSVÍSAR

 • Hlutfall starfsmanna sem sótt hafa námskeið um öryggi
 • Tíðni alvarlegra atvika
 • Tíðni atvika vegna samskiptabrests
 • Tíðni lyfjaatvika, spítalasýkinga, bylta, þrýstingssára
 • Staða öryggismenningar skv. könnun meðal starfsmanna og sjúklinga