Traustar undirstöður
Virðing og samvinna

STAÐAN Í DAG

Það sem vel gengur

  • Vilji til að bæta samvinnu og gera betur
  • Opin umræða um gildi samvinnu
  • Aukin teymisvinna
  • Aukin vitun um mikilvægi mannauðsmála
  • Stöðumatsfundir
  • Sjúklingar ánægðir skv. þjónustukönnunum
  • Hæft og gott starfsfólk með mikla þekkingu
  • Jákvæð fjölmiðlaumfjöllun um starfsfólk og starfsemi Landspítala
  • Meiri vitund í samfélaginu um að Landspítali sé sjúkrahús allra landsmanna, þjóðarsjúkrahús

Hvað getum við gert betur?

  • Rótargreiningar hafa sýnt að skortur á samvinnu er ein af orsökum mistaka
  • Starfsumhverfiskannanir hafa leitt í ljós að bæta þarf virðingu, samvinnu og endurgjöf
  • Óviðeigandi framkoma er of algeng skv. starfsumhverfiskönnun
  • Vantar skýrt verklag þegar óviðeigandi  hegðun á sér stað
  • Ófullnægjandi mönnun kemur niður á  virðingu og samvinnu
  • Skortur á endurgjöf skv. starfsumhverfiskönnun
  • Skortur á markvissri fjölmenningarstefnu
  • Vantar samskiptasáttmála

FRAMTÍÐARSÝN

  • Landspítali er aðlaðandi vinnustaður þar sem virðing og samvinna eru hornsteinar starfseminnar
  • Starfsþróun tekur markvisst á virðingu og samvinnu sem skilar sér í meiri starfsánægju og bættri þjónustu
  • Starfsfólk upplifir jákvæðni og traust í samskiptum
  • Virðing og umhyggja fyrir sjúklingum og samstarfsfólki
  • Uppbyggileg og jákvæð vinnustaðamenning
  • Jafnræði og jafnrétti
  • Stolt og sterkt starfsfólk

ÁHERSLUR NÆSTU ÁRA

  • Gera samskiptasáttmála.
  • Gera aðgerðaáætlun um innleiðingu samskipta-sáttmála; starfsmannafundir, Facebook, heimasíða o.fl.
  • Gera myndbönd sem sýna óásættanlega hegðun og gefa dæmi um viðeigandi hegðun.
  • Innleiða viðbrögð vegna óásættanlegrar hegðunar.
  • Samskiptaþjálfun við ráðningu – svona vinnum við saman!
  • Nota hermisetur Landspítala
  • Teymisþjálfun
  • Gera stjórnendasáttmála

ÁRANGURSVÍSAR

  • Starfsánægjukannanir þar sem spurt er sérstaklega um virðingu og samvinnu
  • Innleiðing samskiptasáttmála hafi áhrif á fleiri þætti eins og starfsánægju, hollustu, helgun, starfsmannaveltu, veikindi o.fl.
  • Starfsfólk talar opinskátt ef það sér eitthvað sem ógnar öryggi sjúklinga
  • Jafnréttismarkmið
  • Hlutfall starfsmanna sem mælir með Landspítala sem vinnustað