Almennt vaxandi skilningur og áhugi á starfsþróun og mikilvægi hennar
Nýliðaþjálfun stærstu stéttanna hefur verið efld (starfsþróunarár hjúkrunar, kandídatsár)
Hermisetrið Örkin vottað
Prófun á hæfnistjórnunarkerfum í gangi
Starfsþróun fær góða einkunn í stefnukönnun
Hvað getum við gert betur?
Það vantar að skilgreina þörf út frá starfslýsingum og hæfniviðmiðum
Skilgreina þarf hæfniviðmið fyrir hverja starfsstétt út frá sérgreinum
Skýra þarf markmið starfsþróunar fyrir sérhverja starfsstétt
Hægt er að gera starfsþróun markvissari og aðlaga hana betur að stefnu og þörfum stofnunarinnar
Skerpa þarf á skipulagi, yfirsýn og ábyrgð
Veita þarf nægjanlegt svigrúm til að starfsfólk geti sinnt nauðsynlegri starfsþróun og starfsþjálfun innan skilgreinds vinnutíma
Taka í notkun öflugt hæfnistjórnunarkerfi
Veita þarf starfsmönnun svigrúm til kennslu
FRAMTÍÐARSÝN
Markmið starfsþróunar er að starfsfólk Landspítala búi yfir hæfni til að auka gæði, öryggi og hagkvæmni þjónustunnar
Starfsþróun styður við stefnu spítalans og fléttast inn í allt starf; gæði og öryggi eru höfð að leiðarljósi
Starfsþróun byggir á gagnreyndri þekkingu og tekur mið af viðurkenndum stöðlum
Starfsþróun tekur mið af hæfniviðmiðum sem eru skilgreind út frá þörfum starfseminnar
Svigrúm er til starfsþróunar innan skilgreinds vinnutíma
Fjármögnun til starfsþróunar er tryggð
Starfsþróun starfsmanna á Landspítala er til fyrirmyndar innan íslenskrar heilbrigðisþjónustu
Starfsfólk hefur svigrúm til að sinna kennslu
ÁHERSLUR NÆSTU ÁRA
Sjúklinga b) Teymisvinnu c) Gagnreynda þekkingu d) Stöðugar umbætur e) Notkun upplýsingatækni f) Auka hæfni starfsmanna
Skilgreina og hanna/ endurhanna almenn grunnnámskeið sem nær allir starfsmenn skuli sækja um: 1. Gæði, öryggi og umbótastarf 2. Samskipti og teymisvinna 3. Gagnreynd þekking og notkun upplýsingatækni
Hvert svið skilgreini hæfniviðmið starfa og áætli þarfir fyrir almenna og sértæka starfsþjálfun út frá þeim. Yfirlit sé til um hæfni allra starfsmanna spítalans
Stofnað verði starfsþróunar-ráð sem: Auki yfirsýn og samvinnu um skipulag og samhæfingu starfsþróunar Tryggja að til séu hæfniviðmið, svigrúm til náms og kennslu
Tekið verði upp rafrænt hæfnistjórnunarkerfi
Herminám verði eflt enn frekar
Nýliðaþjálfun verði skipulögð fyrir allar starfsstéttir
ÁRANGURSVÍSAR
Fjöldi alvarlegra atvika
Hlutfall starfsmanna sem hafa lokið námskeiði um öryggi
Hlutfall starfa með skilgreind hæfniviðmið
Hlutfall starfsmanna sem hafa uppfyllt viðeigandi þjálfun út frá hæfniviðmiðum
Hlutfall starfsmanna með virka starfsþróunaráætlun