Traustar undirstöður
Starfsþróun og starfsþjálfun

STAÐAN Í DAG

Það sem vel gengur

 • Almennt vaxandi skilningur og áhugi á starfsþróun og mikilvægi hennar
 • Nýliðaþjálfun stærstu stéttanna hefur verið efld (starfsþróunarár hjúkrunar, kandídatsár)
 • Hermisetrið Örkin vottað
 • Prófun á hæfnistjórnunarkerfum í gangi
 • Starfsþróun fær góða einkunn í stefnukönnun

Hvað getum við gert betur?

 • Það vantar að skilgreina þörf út frá starfslýsingum og hæfniviðmiðum
 • Skilgreina þarf hæfniviðmið fyrir hverja starfsstétt út frá sérgreinum
 • Skýra þarf markmið starfsþróunar fyrir sérhverja starfsstétt
 • Hægt er að gera starfsþróun markvissari og aðlaga hana betur að stefnu og þörfum stofnunarinnar
 • Skerpa þarf á skipulagi, yfirsýn og ábyrgð
 • Veita þarf nægjanlegt svigrúm til að starfsfólk geti sinnt nauðsynlegri starfsþróun og starfsþjálfun innan skilgreinds vinnutíma
 • Taka í notkun öflugt hæfnistjórnunarkerfi
 • Veita þarf starfsmönnun svigrúm til kennslu

FRAMTÍÐARSÝN

 • Markmið starfsþróunar er að starfsfólk Landspítala búi yfir hæfni til að auka gæði, öryggi og hagkvæmni þjónustunnar
 • Starfsþróun styður við stefnu spítalans og fléttast inn í allt starf; gæði og öryggi eru höfð að leiðarljósi
 • Starfsþróun byggir á gagnreyndri þekkingu og tekur mið af viðurkenndum stöðlum
 • Starfsþróun tekur mið af hæfniviðmiðum sem eru skilgreind út frá þörfum starfseminnar
 • Svigrúm er til starfsþróunar innan skilgreinds vinnutíma
 • Fjármögnun til starfsþróunar er tryggð
 • Starfsþróun starfsmanna á Landspítala er til fyrirmyndar innan íslenskrar heilbrigðisþjónustu
 • Starfsfólk hefur svigrúm til að sinna kennslu

ÁHERSLUR NÆSTU ÁRA

 • Sjúklinga b) Teymisvinnu c) Gagnreynda þekkingu d) Stöðugar umbætur e) Notkun upplýsingatækni f) Auka hæfni starfsmanna
 • Skilgreina og hanna/ endurhanna almenn grunnnámskeið sem nær allir starfsmenn skuli sækja um: 1. Gæði, öryggi og umbótastarf 2. Samskipti og teymisvinna 3. Gagnreynd þekking og notkun upplýsingatækni
 • Hvert svið skilgreini hæfniviðmið starfa og áætli þarfir fyrir almenna og sértæka starfsþjálfun út frá þeim. Yfirlit sé til um hæfni allra starfsmanna spítalans
 • Stofnað verði starfsþróunar-ráð sem: Auki yfirsýn og samvinnu um skipulag og samhæfingu starfsþróunar Tryggja að til séu hæfniviðmið, svigrúm til náms og kennslu
 • Tekið verði upp rafrænt hæfnistjórnunarkerfi
 • Herminám verði eflt enn frekar
 • Nýliðaþjálfun verði skipulögð fyrir allar starfsstéttir

ÁRANGURSVÍSAR

 • Fjöldi alvarlegra atvika
 • Hlutfall starfsmanna sem hafa lokið námskeiði um öryggi
 • Hlutfall starfa með skilgreind hæfniviðmið
 • Hlutfall starfsmanna sem hafa uppfyllt viðeigandi þjálfun út frá hæfniviðmiðum
 • Hlutfall starfsmanna með virka starfsþróunaráætlun
 • Ánægja með starfsþróun
 • Starfsánægja