Traustar undirstöður
Fjárhagur

STAÐAN Í DAG

Það sem vel gengur

 • Þjónustu hefur að mestu leyti verið viðhaldið þrátt fyrir ónógar fjárveitingar til rekstrar
 • Kostnaður á hvern legudag á Landspítala er lægri en á sænskum samanburðarsjúkrahúsum
 • Stuðningur þjóðarinnar er fyrir því að auka fjármagn til heilbrigðisþjónustu
 • Öflugir stjórnendur, góð gögn um starfsemi og rekstur

Hvað getum við gert betur?

 • Skilvirkur rekstur Landspítala sé innan fjárveitinga
 • Leita þarf eftir að fjárveitingar til Landspítala séu í samræmi við hlutverk sjúkrahússins og vaxandi eftirspurn eftir þjónustu
 • Innleiða þarf nýtt skilvirkt og nútímalegt áætlanakerfi
 • Gera þarf langtímarekstraráætlun sem byggist á fjármálaáætlun ríkisstjórnar og stefnu í heilbrigðismálum
 • Tryggja þarf fé til fjárfestinga, kennslu, vísindarannsókna, nýsköpunar og þróunar
 • Tryggja þarf samkeppnishæf kjör starfsmanna

FRAMTÍÐARSÝN

 • Fjárhagur Landspítala er traust undirstaða öryggismenningar, þjónustu, mannauðs og stöðugra umbóta
 • Fjárveitingar til Landspítala endurspegla umfang þjónustu og annarra verkefna og hægt er að bregðast við óvæntum áföllum
 • Fjárhagur Landspítala leyfir ábyrga ráðstöfun fjár til þróunar og nýsköpunar
 • Dreifing fjár innan Landspítala miðast við umfang verkefna og stefnumið
 • Fjárveitingar tryggja þjónustuform við hæfi og öruggt aðgengi sjúklinga

ÁHERSLUR NÆSTU ÁRA

 • Útrýma sóun, hámarka nýtingu fjár og virði þjónustunnar. Tryggja viðeigandi fjárframlög sem hæfa verkefnum Landspítala, lögbundnu hlutverki og vaxandi eftirspurn.
 • Tryggja fjármögnun vegna endurbyggingar eldra húsnæðis þannig að það styðji við sameiningu allrar bráðaþjónustu
 • Tryggja fjármögnun til tækjakaupa sem nemur 1,8% veltu.
 • Tryggja fjármögnun til vísindastarfa sem nemur 3% af veltu svo og menntunar.
 • Tryggja fjármagn til að laða að og halda í hæfa starfsmenn, sinna viðeigandi þjálfun og starfsþróun og að starfsumhverfi á spítalanum sé öruggt og styðji við viðurkennt verklag.
 • Innleiðing nýrra laga um opinber fjármál.
 • Gerð langtímaáætlana samkvæmt lögum um opinber fjármál.
 • Innleiðing breyttrar fjár-mögnunar sem byggist á þjónustuþörf og framleiðni.

ÁRANGURSVÍSAR

 • Rekstrarniðurstaða í rekstrar- og efnahagsreikningi
 • Hlutfallstala tækjakaupa, vísindastarfs og menntunar í samræmi við markmið
 • Mannauðsvísar
 • Starfsemismælikvarðar endurspegli rekstrarmarkmið
 • Gæða- og öryggisvísar endurspegli gæða- og öryggismarkmið