Traustar undirstöður
Húsnæði og búnaður

STAÐAN Í DAG

Það sem vel gengur

 • Aukinn skilningur og stuðningur almennings og Alþingis við uppbyggingu innviða Landspítala
 • Á árinu 2018 komu verulega auknar fjárveitingar til viðhalds bygginga
 • Rekstur nýs sjúkrahótels hefst á árinu 2019
 • Unnið að hönnun meðferðarkjarna og rannsóknarhúss
 • Framkvæmdir við meðferðarkjarna hafnar
 • Auknar fjárveitingar til tækjakaupa og viðhalds á síðustu árum
 • Endurbygging húsnæðis rannsóknarstofa og BUGL verður lokið á árinu 2019
 • Eiríksgötu 5 verður breytt í göngudeildarhús

Hvað getum við gert betur?

 • Húsnæði spítalans er komið til ára sinna, yfir 50% þess er byggt fyrir 1970 og aðeins 8% á síðustu 25 árum
 • Dreift húsnæði sem veldur óhagræði í rekstri
 • Víða þröngt og lúið húsnæði sem uppfyllir ekki kröfur til nútíma spítalabygginga m.t.t. öryggis sjúklinga
 • Á síðustu áratugum hafa fjárveitingar til viðhalds húsnæðis verið ófullnægjandi og viðhaldi því víða ábótavant
 • Árleg ákvörðun Alþingis um fjárveitingar til nýbygginga óheppileg, þyrfti að vera til lengri tíma
 • Þörf á auknu húsrými fram að nýbyggingum enda vex starfsemin á hverju ári

FRAMTÍÐARSÝN

 • Húsnæði og búnaður Landspítala er sambærilegt við það sem gengur og gerist á nýjum háskólasjúkrahúsum á Norðurlöndum
 • Öll aðstaða og búnaður Landspítala styðja við örugga og skilvirka þjónustu
 • Húsnæði og búnaður styðja við öflugt samstarf Landspítala við háskóla á sviði rannsókna og kennslu
 • Unnið markvisst eftir langtímaáætlunum um uppbyggingu og endurnýjun húsnæðis og búnaðar
 • Aðstaða starfsfólks Landspítala er örugg og heilsueflandi
 • Allar byggingar og búnaður Landspítala í skipulögðu og vel fjármögnuðu fyrirbyggjandi viðhaldi

ÁHERSLUR NÆSTU ÁRA

 • Áframhaldandi átak í viðhaldi og endurnýjun núverandi húsnæðis
 • Hönnun meðferðarkjarna og rannsóknarhúss
 • Stoðbyggingar verða tilbúnar um leið og meðferðarkjarni
 • Árleg aukning í starfsemi kallar á nauðsynlegar viðbætur og þróun núverandi húsnæðis og búnaðar þar til nýbyggingar verða teknar í notkun
 • Byggingarframkvæmdir við meðferðarkjarna og rannsóknarhús. Þeim ljúki 2023
 • Lækningatæki og annar búnaður fyrir nýjar byggingar
 • Heildaráætlun um þróun á starfsemi Landspítala til 2025
 • Heildaráætlun um uppbyggingu og nýtingu á öllu húsnæði
 • Samanburður á aðstöðu og búnaði á Landspítala og norrænum háskólasjúkrahúsum

ÁRANGURSVÍSAR

 • Ánægja sjúklinga með aðstöðu mæld í þjónustukönnunum
 • Ánægja starfsmanna með vinnuaðstöðu og tækjakost mæld í starfsumhverfiskönnun
 • Fjárveitingar til viðhalds og endurnýjunar sem hlutfall af endurstofnverði
 • Samanburður við norræn háskólasjúkrahús