Traustar undirstöður
Menntun

STAÐAN Í DAG

Það sem vel gengur

 • Almennt vaxandi skilningur á mikilvægi menntunar í heilbrigðiskerfinu
 • Sérfræðimenntun á Landspítala hefur eflst
 • Hermisetur hefur fests í þróun
 • Skilvirk skráning og umgjörð um þá 1800 nemendur sem nema á Landspítala árlega
 • Almenn ánægja nemenda með klínískt nám á Landspítala

Hvað getum við gert betur?

 • Ekki menntaðir nægilega margir heilbrigðisstarfsmenn í ákveðnum fagstéttum til að standa undir eðlilegri nýliðun og mæta þörfum fyrir mönnun í heilbrigðisþjónustu
 • Vantar heildstæða áætlun um menntun einstakra starfsstétta til næstu ára á landsvísu
 • Mikilvægt er að efla enn frekar samstarf Landspítala og menntastofnana varðandi innihald náms í heilbrigðisvísindum og undirbúning nemenda.
 • Það skortir að fé/bjargráð fylgi menntun heilbrigðisstétta, bæði hjá háskólum og á Landspítala

FRAMTÍÐARSÝN

 • Menntun einstakra starfsstétta er í takti við þarfir þjóðarinnar
 • Fjármögnun til menntunar og starfsþróunar er tryggð
 • Nám á Landspítala fer fram í nánu samstarfi við menntastofnanir
 • Nám á Landspítala er byggt á námsmarkmiðum, marklýsingum og stöðlum ef til eru
 • Nám á Landspítala tekur mið af þörfum nemenda og sjúklinga
 • Aðstæður til árangursríks náms eru fyrir hendi
 • Námsdvöl nemenda á Landspítala er árangursrík og ánægjuleg
 • Landspítali er eftirsótt menntastofnun
 • Landspítali er miðstöð í öryggisfræðum

ÁHERSLUR NÆSTU ÁRA

 • Áherslur verði á: a) Sjúklinga b) Teymisvinnu c) Gagnreynda þekkingu d) Stöðugar umbætur e) Notkun upplýsingatækni f) Tæknilega þjálfun
 • Unnin verði áætlun um þörf fyrir nýliðun og þar með menntun einstakra starfsstétta í samvinnu við yfirvöld.
 • Samstarf við menntastofnanir verði eflt þannig að marklýsingar verði skýrari
 • Samstarf við viðurkenndar erlendar stofnanir varðandi framhaldsnám og vottun
 • Hermisetur og herminám verði eflt

ÁRANGURSVÍSAR  STAÐAN Í DAG

  Það sem vel gengur

  • Almennt vaxandi skilningur og áhugi á starfsþróun og mikilvægi hennar
  • Nýliðaþjálfun stærstu stéttanna hefur verið efld (starfsþróunarár hjúkrunar, kandídatsár)
  • Hermisetur fests í sessi
  • Starfsþróun fær góða einkunn í stefnukönnun

  Hvað getum við gert betur?

  • Það vantar að skilgreina þörf út frá starfslýsingum og hæfniviðmiðum
  • Skilgreina þarf hæfniviðmið fyrir hverja starfsstétt út frá sérgreinum
  • Skýra þarf markmið starfsþróunar fyrir sérhverja starfsstétt
  • Hægt er að gera starfsþróun markvissari og aðlaga hana betur að stefnu og þörfum stofnunarinnar
  • Skerpa þarf á skipulagi, yfirsýn og ábyrgð
  • Veita þarf nægjanlegt svigrúm til að starfsfólk geti sinnt nauðsynlegri starfsþróun og starfsþjálfun innan skilgreinds vinnutíma
  • Taka þarf í notkun öflugt hæfnistjórnunarkerfi
  • Veita þarf starfsmönnum svigrúm til kennslu

  FRAMTÍÐARSÝN

  • Markmið starfsþjálfunar er að starfsfólk Landspítala búi yfir hæfni til að auka gæði, öryggi og hagkvæmni þjónustunnar
  • Starfsþróun styður ivð stefnu spítalans og fléttast inn í allt starf. Gæði og öryggi eru höfð að leiðarljósi
  • Starfsþróun byggir á gagnreyndri þekkingu og tekur mið af viðurkenndum stöðlum
  • Starfsþróun tekur mið af hæfniviðmiðum sem eru skilgreind út frá þörfum starfseminnar
  • Svigrúm er til starfsþróunar innan skilgreinds vinnutíma
  • Fjármögnun til starfsþróunar er tryggð
  • Starfsþróun starfsmanna á Landspítala er til fyrirmyndar innan íslenskrar heilbrigðisþjónustu

  ÁHERSLUR NÆSTU ÁRA

  • Áherslur verði á:

   a) Sjúklinga

   b) Teymisvinnu

   c) Gagnreynda þekkingu

   d) Stöðugar umbætur

   e) Notkun upplýsingatækni

   f) Tæknilega þjálfun

  • Skilgreina og hanna/ endurhanna almenn grunnnámskeið sem nær allir starfsmenn skuli sækja um, t.d.:        

   A) Gæði, öryggi og umbótastarf      

   B)  Samskipti og teymisvinna      

   C) Gagnreynd þekking og notkun upplýsingatækni

  • Hvert svið skilgreini hæfniviðmið starfa og áætli þarfir fyrir almenna og sértæka starfsþjálfun út frá þeim. Yfirlit sé til um hæfni allra starfsmanna spítalans
  • Stofnað verði starfsþróunarráð sem:  

   A) Auki yfirsýn og samvinnu um skipulag og samhæfingu starfsþróunar

   B) Tryggja að til séu hæfniviðmið, svigrúm til náms og kennslu 

  • Tekið verði upp rafrænt hæfnistjórnunarkerfi
  • Hermisetur verði eflt enn frekar
  • Nýliðaþjálfun verði skipulögð fyrir allar starfsstéttir

  ÁRANGURSVÍSAR