Traustar undirstöður
Upplýsingatækni

STAÐAN Í DAG

Það sem vel gengur

 • Vaxandi vitund um mikilvægi upplýsingatækni í starfsemi spítalans
 • Þróun sjúkraskrár miðar áfram
 • Heilsugátt hefur skilað miklum árangri
 • Innleiðing skjáborða og rauntímamæla hefur bætt aðgengi að upplýsingum og aukið yfirsýn og öryggi
 • Rekstur og uppitími kerfa hefur batnað mikið, þjónusta við notendur einnig

Hvað getum við gert betur?

 • Takmarkaðar fjárveitingar til upplýsingakerfa
 • Rafræna sjúkraskráin byggir á miklum fjölda kerfa sem er flókið að tengja saman og viðhalda
 • Mikið um margskráningar, reglur um skráningar í sjúkraskrá ófullnægjandi
 • Kennsla og þjálfun á upplýsingakerfi er ekki fullnægjandi
 • Forgangsröðun má vera skýrari

FRAMTÍÐARSÝN

 • Rafræn sjúkraskrá styður við örugga, skilvirka og góða þjónustu
 • Fjárhags-, mannauðs- og vörustýringarkerfi styðja við skilvirka ferla og þjónustu
 • Nýtt heildstætt sjúkraskrárkerfi innleitt fyrir 2025
 • Rafræn sjúkraskrá styður við virka þátttöku sjúklinga
 • Unnið eftir vel fjármögnuðum langtímaáætlunum um uppbyggingu og endurnýjun upplýsingakerfa

ÁHERSLUR NÆSTU ÁRA

 • Öflugur stuðningur við þróun ferla og starfsemi m.a. í tengslum við nýjan meðferðarkjarna og rannsóknarhús.
 • Heildaráætlun um þróun og uppbyggingu á öllum upplýsingakerfum til 2025 liggi fyrir í árslok 2018.
 • Uppbygging á tæknilegum innviðum s.s. þráðlausum netum, spjaldtölvum o.s.frv.
 • Bætt kennsla og þjálfun á upplýsingakerfi.

ÁRANGURSVÍSAR

 • HIMSS ≥ 6 af 7 mögulegum. Alþjóðlegur mælikvarði á stöðu upplýsingakerfa á spítölum. Var 3.6 á LSH í úttekt 2015
 • Hlutfall starfsmanna sem hefur fengið fullnægjandi þjálfun á viðeigandi upplýsingakerfi
 • Ánægja sjúklinga með rafræna sjúkraskrá og rafræn samskipti spítalans
 • Ánægja starfsmanna með upplýsingakerfin mælist yfir 4.0 í starfsumhverfiskönnun