Stjórnendur að standa sig betur skv. mælingum (stjórnendamati)
Boðleiðir stuttar í flötu skipuriti
Hvað getum við gert betur?
Nokkuð um óvirka stjórnendur og/eða stjórnendur í vanda
Takmarkaður stuðningur við stjórnendur og endurgjöf lítil
Stjórnunarspönn víða of mikil og annars staðar of lítil
Samstarf stjórnenda þvert á starfsstéttir stundum takmarkað
Þróa þarf markvisst nýja kynslóð stjórnenda
FRAMTÍÐARSÝN
Stjórnendasáttmáli í gildi sem skilgreinir skýrt til hvers er ætlast af öllum stjórnendum
Stuðningur við stjórnendur á öllum stigum, frá því að áhugi kviknar og þar til eftir að stjórnunarstarfi lýkur
Skipurit spítalans þjónar starfseminni og styður við stjórnendur
Allir stjórnendur vinna að markmiðum um bætta heilsu, betri þjónustu og lægri kostnað, og nýta viðeigandi mælikvarða um árangur í stjórnun
Allir stjórnendur uppfylla stjórnendahlutverkið og hafa brennandi áhuga á þróun og umbótum, þ.m.t. áhuga á að bæta eigin hæfni og hegðun
ÁHERSLUR NÆSTU ÁRA
Handleiðsla, þjálfun og stuðningur í boði frá upphafi stjórnunarstarfs og áfram.
Teymismarkþjálfun stjórnenda og þróun samstarfs þvert á stéttir.
Skilgreina aðdragandann að stjórnunarstarfi allt frá námstíma, þ.m.t. þróunarleiðir stjórnenda og eftirmannaáætlanir; þróa leiðir til að stíga til hliðar sem stjórnandi.
Stjórnendagátt á innri vef.
Þróa skýrslur og gera upplýsingar úr upplýsinga-kerfum spítalans notenda-vænni og aðgengilegri.
Þróa frammistöðumat stjórnenda, þ.m.t. mat frá næsta yfirmanni og hliðsettum stjórnendum.
Endurskoða ábyrgðarlýsingu stjórnenda frá 2009 og gera stjórnendasáttmála.
Skilgreina hvað er stöðluð vinna stjórnenda: Dagleg, vikuleg, mánaðarleg og árleg verkefni Mælikvarðar sem fylgjast þarf með og bregðast við
ÁRANGURSVÍSAR
Stjórnendamat starfsmanna Starfsumhverfiskönnun
Frammistöðumat
Aðrir mælikvarðar tengdir sértækum markmiðum starfsins á einingunni