image description
 

STARFSÁÆTLUN LANDSPÍTALA 2020

LYKILÁHERSLUR

ÁRANGURSVÍSAR

Markmið 2020

Staðan 2019

ÖRYGGISMENNING

 • Öryggis- og umbótaþjálfun starfsfólks
 • Fyrirbyggja helstu flokka atvika; sýkingar, byltur, lyfjaatvik og þrýstingssár

ÖRYGGISMENNING

 • Hlutfall starfsfólks sem hefur fengið öryggisþjálfun
 • Fjöldi alvarlegra atvika
 • Spítalasýkingar
 • Byltur á 1.000 legudaga
 • 32%
 • 12
 • 6,2%
 • 5,0
 • 40%
 • 0
 • 5,5%
 • 4,5

ÞJÓNUSTA

 • Sjúklingar á réttu þjónustustigi
 • Efla dag- og göngudeildir
 • Efling hjúkrunar
 • Auka þátttöku sjúklinga í eigin meðferð

ÞJÓNUSTA

 • Hlutfall sjúklinga í bið > en 3 mánuði eftir aðgerð
 • Fjöldi dvalardaga sjúklinga > en 24 klst á bráðamóttöku
 • Meðallegutími, dagar - legur 30 daga eða skemur
 • Hlutfall dagdeildaraðgerða
 • Hlutfall hjúkrunarfræðinga á bráðalegudeildum
 • Hlutfall sjúklinga sem fannst þeir hafðir með í ráðum varðandi útskrift sína skv. þjónustukönnun
 • 49%
 • 8474
 • 4,7
 • 66.1%
 • 48%
 •  
 • 58%
 • 40%
 • 3500
 • 4,7
 • 68%
 • 60%
 • 70%

MANNAUÐUR

 • Bæta mönnun og vinnuskipulag
 • Bæta aðbúnað starfsfólks
 • Efla teymisvinnu og framfylgja samskiptasáttmála

MANNAUÐUR

 • Starfsánægja (á skala 1-5)
 • Hlutfall starfsmanna í 80% starfi eða meira)
 • Ánægja starfsfólks með aðbúnað (á kvarða 1-5)
 • Ánægja starfsfólks með samskipti (á kvarða 1-5)
 • 3,9
 • 71%
 • 3,3
 • 3,8
 • 4,2
 • 74%
 • 3,7
 • 4,0

STÖÐUGAR UMBÆTUR

 • Þróa og innleiða heildstæða ferla, frá upphafi til enda
 • Styrkja mennta- og vísindastarf

STÖÐUGAR UMBÆTUR

 • Ánægja starfsfólks með stoðþjónustu (á kvarða 1-5)
 • Fjöldi birtra greina í ritrýndum tímaritum
 • Ánægja nema (á kvarða 1-5)
 • 3,5
 • 235
 • 4,3
 • 4,0
 • 250
 • 4,3

FJÁRHAGUR

 • Sjálfbær rekstur

FJÁRHAGUR

 • Rekstur í samræmi við fjárhagsáætlun

-5,6%   0,0%

STARFSÁÆTLUN LANDSPÍTALA 2020

 • Öryggismenning

  Lykiláherslur

  • Öryggis- og umbótaþjálfun starfsfólks
  • Fyrirbyggja helstu flokka atvika; sýkingar, byltur, lyfjaatvik og þrýstingssár
 • Árangursvísar Staðan
  2019
  Markmið
  2020
  Hlutfall starfsfólks sem hefur fengið öryggisþjálfun 32% 40%
  Fjöldi alvarlegra atvika 12 0
  Spítalasýkingar 6,2% 5,5%
  Byltur á 1.000 legudaga 5,0 4,5
 • Þjónusta

  Lykiláherslur

  • Sjúklingar á réttu þjónustustigi
  • Efla dag- og göngudeildir
  • Efling hjúkrunar
  • Auka þátttöku sjúklinga í eigin meðferð
 • Árangursvísar Staðan
  2019
  Markmið
  2020
  Hlutfall sjúklinga í bið > en 3 mánuði eftir aðgerð 49% 40%
  Fjöldi dvalardaga sjúklinga > en 24 klst  8474 3500
  Meðallegutími, dagar - legur 30 daga eða skemur 4,7 4,7
  Hlutfall dagdeildaraðgerða 66.1% 68%
  Hlutfall hjúkrunarfræðinga á bráðalegudeildum 48% 60%
  Hlutfall sjúklinga sem fannst þeir hafðir með í ráðum varðandi útskrift sína skv. þjónustukönnun 58% 70%
 • Mannauður

  Lykiláherslur

  • Bæta mönnun og vinnuskipulag
  • Bæta aðbúnað starfsfólks
  • Efla teymisvinnu og framfylgja samskiptasáttmála
 • Árangursvísar Staðan
  2019
  Markmið
  2020
  Starfsánægja (á skala 1-5) 3,9 4,2
  Hlutfall starfsmanna í 80% starfi eða meira  71%  74%
  Ánægja starfsfólks með aðbúnað (á kvarða 1-5) 3,3 3,7
  Ánægja starfsfólks með samskipti (á kvarða 1-5) 3,8 4,0
 • Stöðugar umbætur

  Lykiláherslur

  • Þróa og innleiða heildstæða ferla, frá upphafi til enda
  • Efla mennta- og vísindastarf
 • Árangursvísar Staðan
  2019
  Markmið
  2020
  Ánægja starfsfólks með stoðþjónustu (ekki klínísk) (á kvarða 1-5) 3,5 4,0
  Fjöldi birtra greina í ritrýndum tímaritum 235 250
  Ánægja nema 4,3 4,3
 • Fjárhagur

  Lykiláherslur

  • Sjálfbær rekstur
 • Árangursvísar Staðan
  2019
  Markmið
  2020
  Rekstur í samræmi við fjárhagsáætlun -5,6% 0,0

 

SJÚKLINGURINN Í ÖNDVEGI

Hagsmunir og þarfir sjúklinga eru leiðarljós í þjónustu, rekstri og skipulagi spítalans

Þátttaka sjúklinga

Landspítali stuðlar að og hvetur sjúklinga til þátttöku í eigin meðferð. Þátttaka felur í sér samráð um val á fyrirhugaðri meðferð og upplýsingar um framgang hennar, áhættu og gagnsemi eru aðgengilegar. Sjálfræði sjúklinga er tryggt og þeir fá fræðslu til að taka upplýsta ákvörðun.

Virðing

Starfsfólk Landspítala sýnir sjúklingum, aðstandendum og hvert öðru virðingu. Starfsfólk annast sjúklinga af umhyggju, hlustar eftir óskum þeirra og upplýsir þá. Virðing er borin fyrir friðhelgi einkalífs og dýrmætum tíma sjúklinga. Trúnaður er virtur.

Örugg þjónusta

Sjúklingar eru í öruggu, hreinu og góðu umhverfi. Hæft teymi starfsfólks veitir þjónustu sem er byggð á gagnreyndri þekkingu. Unnið er eftir samræmdum verkferlum og samskipti milli fagaðila eru markviss og skýr.

HLUTVERK

Landspítali hefur það þríþætta hlutverk að veita heilbrigðisþjónustu, skapa nýja þekkingu með rannsóknum og kenna og þjálfa fólk til starfa.

 1. Landspítali er þjóðarsjúkrahús og eina háskólasjúkrahús landsins.
 2. Landspítali veitir bæði almenna og sérhæfða sjúkrahúsþjónustu.
 3. Landspítali er vettvangur starfsnáms og sérmenntunar í heilbrigðisgreinum og rannsókna í heilbrigðisvísindum.

FRAMTÍÐARSÝN

Markmið Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn og öryggi hans og gæði þjónustu eru ávallt í öndvegi.

Landspítali nýtir gagnreynda þekkingu á þjónustu, stjórnun og menntun. Þar er markvisst unnið að nýsköpun og þróun nýrrar þekkingar til að auka virði þjónustunnar. 

Landspítali er öflugur bakhjarl heilbrigðisþjónustu um allt land.

GILDI

Umhyggja

Við berum umhyggju fyrir sjúklingum, aðstandendum, samstarfsfólki og samfélagi okkar. Við virðum þarfir hvers og eins, upplýsum, gætum orða okkar og sýnum samkennd.

Öryggi

Við leggjum áherslu á öryggi sjúklinga og starfsmanna. Við vinnum í þverfaglegum teymum, störfum eftir samræmdum verkferlum og samskipti eru skýr.

Fagmennska

Við höfum fagmennsku og gagnreynda þekkingu að leiðarljósi. Okkar markmið er að veita hverjum sjúklingi bestu mögulegu þjónustu.

Framþróun

Við leggjum áherslu á stöðugar umbætur, nýtum gagnreynda þekkingu og viðeigandi tækni.

ÁHERSLUR Á ÁBYRGÐ ALLRA

TRAUSTAR UNDIRSTÖÐUR