ÁHERSLUR
MANNAUÐUR

STAÐAN Í DAG

Það sem vel gengur

 • Hæft og metnaðarfullt starfsfólk
 • Teymisvinna hefur aukist og starfsandi batnað
 • Viðurkenning á mikilvægi mannauðs
 • Bætt starfsþjálfun og starfsþróun
 • Aukið samráð við starfsfólk með virku umbótastarfi
 • Stjórnendur meira mannauðsmiðaðir

Hvað getum við gert betur?

 • Mönnun ekki í samræmi við fjölgun verkefna og mikið álag á starfsfólk
 • Vinnuumhverfi og aðbúnaður víða óviðunandi
 • Aðsókn í auglýstar stöður ekki nægjanleg, veikindi og starfsmannavelta of mikil
 • Móttöku starfsmanna þarf að styrkja, bæta starfsþróun og starfslýsingar
 • Bæta þarf starfsanda, upplýsingagjöf og samskipti
 • Laun og önnur kjör ekki alltaf samkeppnishæf

FRAMTÍÐARSÝN

 • Landspítali verði einn besti vinnustaður landsins
 • Mönnun í takt við umfang verkefna og sambærileg við sjúkrahús á Norðurlöndum
 • Samkeppnishæf kjör
 • Landspítali er eftirsóttur vinnustaður, þekktur fyrir gott starfsumhverfi og góð samskipti
 • Markviss þjálfun starfsmanna og hæfni við hæfi verkefna
 • Allir starfsmenn virkir í umbótum og gæðastarfi

ÁHERSLUR NÆSTU ÁRA

 • Bæta vinnuskipulag og mönnun
 • Bæta kjör starfsfólks og fá jafnlaunavottun
 • Bæta teymisvinnu og innleiða samskiptasáttmála
 • Bæta móttöku og þjálfun nýrra starfsmanna
 • Efla stjórnendur í að styðja starfsfólk
 • Efla ýmsa þjónustu við starfsmenn m.a. aðgengi að fatnaði og mat
 • Greina brottfall starfsmanna og væntingar nýrra kynslóða
 • Starfsmannasamtöl og endurgjöf
 • Tryggja fólki góða húsnæðis- og vinnuaðstöðu

ÁRANGURSVÍSAR

 • Starfsánægja
 • Starfsmannavelta
 • Veikindahlutfall
 • Starfsmannasamtöl
 • Ráðningamælikvarðar
 • Meðalstarfshlutföll lykilstétta
 • Viðhorf almennings til vinnustaðarins