ÁHERSLUR
STÖÐUGAR UMBÆTUR

STAÐAN Í DAG

Það sem vel gengur

  • Stefna spítalans styður við stöðugar umbætur
  • Virkari þátttaka starfsmanna og aukinn vilji til umbóta
  • Aukin áhersla á að auka gæði og minnka sóun með samræmdu umbótastarfi
  • Árangursríkar 3P vinnustofur, stöðumatsfundir, atvikaskráning og rótargreiningar

Hvað getum við gert betur?

  • Víða of mörg verkefni í gangi í einu
  • Eftirfylgni við innleiðingu á umbótum er víða ábótavant
  • Skortir yfirsýn yfir umbótaverkefni og miðlun og yfirfærslu árangurs
  • Auka þarf áherslu á að vinna heildarferla, frá upphafi til enda.  Umbótaverkefni almennt unnin innan deilda/sviða en minna milli eininga
  • Ekki gert ráð fyrir nægilegum tíma starfsmanna til umbótastarfs
  • Vinnuaðstaða hindrar umbætur
  • Tengja betur vísindastarf, gæðastarf og umbótastarf

FRAMTÍÐARSÝN

  • Öflug samvinna um umbótastarf við aðra veitendur heilbrigðisþjónustu
  • Vísindaleg nálgun og gagnreynd þekking nýtt í umbótastarfi
  • Sjúklingar eru þátttakendur í umbótastarfi spítalans
  • Skipulag og hönnun umhverfis og upplýsingakerfa styðji við stöðugar umbætur í öryggi og þjónustu
  • Samhæft verklag og nýsköpun auki virði þjónustunnar
  • Stöðugar umbætur leiði til aukinna gæða og minni sóunar
  • Allir starfsmenn hafi tvö hlutverk; dagleg verkefni og stöðugar umbætur

ÁHERSLUR NÆSTU ÁRA

  • Umbætur unnar í samstarfi við aðra veitendur heilbrigðisþjónustu
  • Efla innleiðingu og eftirfylgni umbótaverkefna og miðlun og yfirfærslu árangurs
  • Upplýsingakerfin styðji við öryggi og skilvirka meðferð
  • Bætt starfsumhverfi og stöðlun á vinnuumhverfi
  • Rótargreiningar á alvarlegum atvikum leiði til umbóta
  • Þróun og stöðugar umbætur á meðferðarferlum
  • Markviss umbótaþjálfun allra starfsmanna

ÁRANGURSVÍSAR

  • Hlutfall starfseininga með reglulega umbótafundi
  • Hlutfall eininga með staðlað stöðumat
  • Hlutfall starfsmanna sem hefur lokið grunnþjálfun í umbótafræðum
  • Hlutfall eininga með virkt umbótastarf